Soffía Dóra Sigurðardóttir, Sálfræðingur MSc

Soffía sinnir meðferð kvíða, depurðar og meðvirkni
ásamt því að aðstoða fólk við að setja heilbrigð mörk
bæði sjálfum sér og öðrum. Einnig veitir hún ráðgjöf
fyrir aðstandendur geðsjúkra bæði barna og fullorðinna.

Menntun og störf

​Soffía Dóra stundaði nám við Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan
bæði BSc í sálfræði og MSc í klínískri sálfræði. Starfsnám hennar
snéri að endurhæfingu fullorðinna og kvíða og tilfinningaraskana
fullorðinna, barna og ungmenna.

Ásamt því að reka Sálfræðistofuna ESA þá er Soffía Dóra skólasálfræðingur
við Menntaskólann á Laugarvatni. Soffía Dóra starfaði hjá Heilsugæslu
Suðurlands (HSU) og hefur jafnframt unnið með Hugarafli og Birtu
starfsendurhæfingu. Hún hefur haldið hópnámskeið við kvíða og hefur
tekið  þátt í hópnámskeiðum vegna félagskvíða, þunglyndis, og tilfinningastjórnunar ungmenna.

Sálfræðiþjónusta

Fyrsta skiptið?

Góð ráð fyrir þá sem eru að leita sér aðstoðar í fyrsta skiptið.

Panta tíma